Matthías sigurvegari á vormóti JSÍ 2021 graphic

Matthías sigurvegari á vormóti JSÍ 2021

16.03.2021 | höf: ÍR

Vormót Júdósambands Íslands 2021 yngri fór fram laugardaginn 13. janúar sl.

ÍR sendi frá sér tvo keppendur á vormót JSÍ en það voru þeir Matthías Stefánsson sem keppti í U21-100kg flokki og Steinar Sindrason sem keppti í U18-66kg flokki. Matthías vann sinn flokk örugglega.

Steinar barðist mjög vel þrátt fyrir að hafa ekki unnið sínar glímur en þetta var fyrsta júdómót sem hann hefur keppt á.

Mynd af Matthíasi með gullverðlaun tekin af síðu Júdósambands Íslands.

X