Leikur 2 í úrslitarimmu ÍR og KR í körfubolta graphic

Leikur 2 í úrslitarimmu ÍR og KR í körfubolta

24.04.2019 | höf: ÍR

Nú er komið að 2. leik ÍR og KR í úrslitum um hvaða lið verður Íslandsmeistari 2019. ÍR vann glæsilegan sigur í Vesturbænum í gær og leiðir því einvígið 1-0.

Við hvetjum alla ÍR-inga og Breiðholtsbúa að taka frá föstudagskvöldið 26. apríl og fylla Hertz-Hellinn og styðja strákana til sigurs.

Miðaverð: 2.500 kr.

Staðsetning: Hertz-hellirinn, Kleifarseli 28.

Miðasala hefst kl. 18:00 en salurinn opnar kl. 19:00.

Leikurinn hefst kl. 20:00.

Hægt verður að gæða sér á grilluðum hamborgurum gegn vægu gjaldi.

Áfram ÍR

X