Leiðrétting vegna jafnréttisúttektar Reykjavíkurborgar á starfsemi íþróttafélaga graphic

Leiðrétting vegna jafnréttisúttektar Reykjavíkurborgar á starfsemi íþróttafélaga

26.11.2021 | höf: ÍR

Vegna fréttar í Morgunblaðinu föstudaginn 26. nóvember 2021.

Að gefnu tilefni vill Íþróttafélag Reykjavíkur leiðrétta staðhæfingu sem fram kemur í jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á félögunum ÍR, Víking og Fram sem fram fór fyrr á þessu ári.

Þess er getið að ÍR greiði hærri laun fyrir þjálfun í meistaraflokkum karla en kvenna.

ÍR hefur fyrir nokkru síðan sent inn leiðréttingu á þessu til jafnréttisráðs Reykjavíkurborgar og hljóðar leiðréttingin svo:

“Þjálfarar af báðum kynjum fá jöfn laun fyrir að sinna sömu stöðu innan deildar að því gefnu að þeir séu jafn hæfir, þ.e. sambærileg menntun og reynsla og jafnt vinnuframlag.
Hvað varðar þjálfun karlaliðs á móti kvennaliði þá er algilt að þjálfarar karlaliða séu með meiri menntun og reynslu samanborið við þjálfara kvennaliðanna. Í ljósi þess fá þjálfarar karlaliða hærra greitt fyrir þjálfarastöður í meistaraflokkum. Einnig er í sumum tilvikum munur á leikjafjölda milli liða og skýrir það einnig launamun á milli þjálfara”

Jafnframt er vert að koma því á framfæri að ÍR fagnar jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar og er þakklátt fyrir samstarfið með mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar.

X