Leiðbeiningar um tilkynningar vegna ofbeldismála hjá ÍR graphic

Leiðbeiningar um tilkynningar vegna ofbeldismála hjá ÍR

01.09.2021 | höf: ÍR

Að gefnu tilefni vill Íþróttafélag Reykjavíkur vekja athygli á þeim leiðum sem færar eru við að tilkynna um ofbeldismál.

 

Félagið hvetur eindregið þolendur ofbeldis að segja frá atvikum sem kunni að eiga sér stað.

Komi upp atvik sem tengist félagsmönnum ÍR tekur félagið við tilkynningum og kemur þeim í réttan farveg.

Félagið tekur öllum tilkynningum alvarlega.

Ef þolendur treysta sér ekki til að hafa samband beint við félagið, hvetjum við þá samt sem áður að leita til annarra aðila sem gefnir eru fram hér að neðan.

Mikilvægast af öllu er að segja frá.

 

Hvernig eru mál meðhöndluð innan félagsins?

Tilkynningar sem berast verða mótteknar af skrifstofu félagsins, þ.e. framkvæmdastjóri og/eða íþróttastjóra sem munu í kjölfarið leita aðstoðar hjá neðangreindum aðilum.
Gætt er fyllsta trúnaðar og þagmælsku við meðhöndlun tilkynninga innan félagsins.

Hér má finna verklagsreglur ÍR vegna ofbeldismála sem kunna að koma upp innan félagsins.

 

Félagið leitar ávallt aðstoðar hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Barnarvernd Reykjavíkur, lögreglu, eða Æskulýðsvettvanginum.

Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um viðkomandi aðila:

 

 

 

 

Uppflettingar í sakaskrá

ÍR áréttar jafnframt að félaginu er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota, auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum.

Reglurnar ná jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða á vegum íþróttafélagsins sem hafa umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.

ÍR hefur heimild til að afla upplýsinga um starfsfólk og sjálfboðaliða félagsins úr sakaskrá.

Stjórnendur ÍR geta haft samband við UMFÍ og óskað eftir sakavottorðum umsækjenda eða starfsfólks og sjálfboðaliða.

X