KSÍ velur Hákon Dag í æfingahóp U17 landsliðsins graphic

KSÍ velur Hákon Dag í æfingahóp U17 landsliðsins

30.09.2021 | höf: ÍR

KSÍ hefur gefið út æfingahóp U17 landsliðsins vegna þátttöku í undankeppni EM 2022. Æft verður dagana 7.-9. október nk. en eftir það verður skorið úr um hverjir ná inn í keppnishópinn sem heldur til Ungverjalands.

Í æfingahópnum er ÍR-ingurinn Hákon Dagur Matthíasson sem hefur vakið athygli með frammistöðum sínum í leikjum meistaraflokks ÍR í sumar.

Við óskum Hákoni góðs gengis í þessu verkefni og sendum honum góða strauma frá Breiðholtinu!

Áfram ÍR!

X