Körfubolti – frábær sigur verðskuldaður graphic

Körfubolti – frábær sigur verðskuldaður

30.03.2019 | höf: ÍR

karfan2019a

Fjórða leiks ÍR og Njarðvíkur í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik var beðið með mikilli eftirvæntingu en hann fór fram 29. mars í Hertz hellinum. Búist var við mikilli spennu og hún varð svo sannarlega. ÍR fór eiginlega léttilega í gegnum gestina, en þó algerlega til fyrirmynda barátta ÍR inga og hvað þeir lögðu sig fram og voru flottir. En ÍR tryggði sér oddaleik sem fram fer í Ljónagryfjunni í Njarðvík á mánudaginn næstkomandi. Lokatölur 87-79 og ÍR verðskuldaður sigurvegari.
Við hvetjum alla ÍR-inga til að fjölmenna til Njarðvíkur og styðja okkar stráka til sigurs.

X