Jólahappdrætti knattspyrnudeildar ÍR graphic

Jólahappdrætti knattspyrnudeildar ÍR

22.12.2016 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Nú þegar hátíðarnar ganga í garð og nýtt knattspyrnuár fer senn að hefjast, hefjum við í knattspyrnudeild ÍR okkar árlega happdrætti.
Á næstu dögum og vikum munu glaðvær börn á öllum aldri selja happdrættismiða í hverfinu, ýmist með því að ganga í hús eða hafa samband í gegnum Facebook. Ágóði happdrættisins nýtist svo til þess að fjármagna ferðalög og viðburði yngri flokkar og meistaraflokka ÍR. Einnig verður hægt að nálgast happdrættismiða í flugeldasölu ÍR á milli jóla og nýárs.
Miðaverð er 1500,- kr og nóg er af vinningum í boði. Heildarverðmæti vinninga eru rétt tæpar 1,2 milljónir krónar.
Ljóst er að knattspyrnuárið 2017 verður bæði viðburðaríkt og skemmtilegt og því er stuðningur allra ÍR-inga nauðsynlegur.

Jóla-ÍR-kveðjur – Ísleifur Gissurarson, form. knd. ÍR

X