Íþróttafólk Reykjavíkur: ÍR hlýtur 6 tilnefningar graphic

Íþróttafólk Reykjavíkur: ÍR hlýtur 6 tilnefningar

09.12.2018 | höf: ÍR

IR-bikarmeistarar-frjálsar

ÍR-ingar hljóta samtals 6 tilnefningar til íþróttakonu og karls Reykjavíkur og Íþróttalið Reykjavíkur. ÍR á fjóra íþróttamenn af tólf sem tilnefndir eru og verða verðlaunaðir fyrir góðan árangur auk þess sem þau eiga möguleika á að vera útnefnd Íþróttakona og karl Reykjavíkur. Einnig hljóta tvö ÍR lið verðlaun og eiga á möguleika að vera útnefnd Íþróttalið Reykjavíkur.

Þeir ÍR-ingar sem verðlaunaðir verða fyrir góðan árangur á árinu eru eftirtaldir:

Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttadeild ÍR

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttadeild ÍR

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttadeild ÍR

Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttadeild ÍR

 

Þau tvö ÍR-lið sem verðlaunuð verða eru eftirtalin:

 ÍR bikarmeistarar í frjálsíþróttum

 ÍR Íslands- og bikarmeistarar í karlaflokki í keilu

 

ÍR vill óska þessum íþróttamönnum, liðum og deildum þeirra innilega til hamingju með þessar tilnefningar og er þetta til marks um það góða afreksstarf sem unnið er hjá deildum ÍR.

 

Valið á Íþróttafólki Reykjavíkur 2018 fer fram þann 13. desember nk. kl 16:00. Í tilefni dagsins býður Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson til móttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þetta verður í 40. sinn sem hátíð af þessu tilefni er haldin og í ár verður í sjötta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið Reykjavíkur verður valið.

X