Íþróttafólk ÍR árið 2019 verðlaunað 27. desember. graphic

Íþróttafólk ÍR árið 2019 verðlaunað 27. desember.

18.12.2019 | höf: ÍR

Verðlaunahátíð ÍR verður haldin föstudaginn 27. desember,  kl. 17:30 í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12.

Íþróttakona og íþróttakarl hverrar deildar innan ÍR fyrir árið 2019 fá viðurkenningar.

Úr þessum hópi tilnefnds íþróttafólks deilda hefur aðalstjórn valið íþróttakonu ÍR  og íþróttakarl ÍR 2019 sem verða heiðruð á hátíðinni.

Við sama tækifæri verða sjálfboðaliðar heiðraðir með silfurmerki félagsins og heiðursorðu ÍR fyrir óeigingjarnt starf í þágu þess á undanförnum árum.

Fögnum frábærum árangri ÍR-inga á árinu 2019 og látum sjá okkur þann 27. desember.

Allir ÍR-ingar velkomnir – Áfram ÍR!

X