Íþróttafélag Reykjavíkur

Verðlaunahátíð Íþróttafélags Reykjavíkur fór fram þann 28. desember í ÍR-heimilinu í Skógarseli. 

Ár hvert er íþróttafólk úr öllum deildum félagsins verðlaunað ásamt því að valin eru íþróttakarl og íþróttakona ÍR.

Íþróttafólk ÍR árið 2023 eru þau Guðni Valur Guðnasson og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr frjálsíþróttadeild ÍR

 

Erna Sóley sem er fædd 2000 átti frábært ár, hún tók þátt í sínu fyrsta Heimsmeistaramóti og hafnaði í 27. sæti þar sem hún varpaði kúlunni lengst 16,68m sem er hennar lengsta kast á stórmóti. Á Evrópubikar í Póllandi hafnaði hún í 3. sæti, með kasti uppá 16,93m. Erna sló Íslandsmetið þrisvar sinnum á árinu. 4. febrúar varpaði hún kúlunni 17,70m og bætti þar með eigið Íslandsmet innanhúss en rúmlega tveimur vikum seinna bætti hún bætti metið aftur með kasti uppá 17,92m og varð í kjölfarið svæðismeistari á Conference USA Indoor Championships þriðja árið í röð. Rétt er að taka fram að styrkur háskólamótanna í Bandaríkjunum er mjög hár.

  1. apríl varpaði hún kúlunni 17,39m og bætti með því eigið Íslandsmeti utanhúss um 10cm á J Fred Duckett Twilight mótinu í Houston Texas og sigrað þar með keppnina. Árangurinn gefur 1044 IAAF árangursstig.

Erna varð Íslandsmeistarí í kúluvarpi utanhúss en keppti ekki innanhúss vegna veru sinnar í Bandaríkjnum en þar lauk hún námi sl. vor. Á meistaramótinu utanhúss setti hún mótsmet með 16.83m kasti sem gefur 1009 IAAF stig. Þegar árið var gert upp var Erna 29. á Evrópulistanum.

Erna var valin kastari ársins í kvennaflokki og Frjálsíþróttakona ársins 2023.

Guðni Valur átti einnig gott ár. Hann keppti á Heimsmeistamótinu sem fór fram í Budapest og hafnaði í 22. sæti með kasti uppá 62,28m. Hann var þriðji í kringlukasti á Evrópubikar í Póllandi með kasti uppá 63,34m. Einnig sigraði hann á Bottnarydskastet í Svíþjóð í sumar og varð norðurlandameistari í Kaupmannahöfn er hann kastaði 63,41m. Hann bætti mótsmetið á MÍ utanhúss með kasti uppá 64,43m. Hann kastaði kringlunni lengst 64,80m en það var á Vormóti ÍR. Eins og sjá má hefur árangur hans verið jafn og góður yfir árið en á 13 af 15 mótum kastaði hann kringlunni yfir 62m. Hann var einnig bestur Íslendinga í kúluvarpi, varð bæði Íslands- og bikarmeistari innan- og utanhúss á þessum mótum kastar hann 2-2,5m lengra en næsti keppandi. Á meistaramótinu utanhúss var Guðni með besta árangur keppenda 1142 stig fyrir kast sitt 64.40m.

Hann varð annar á RIG, aðeins 15 cm á eftir sigurvegaranum sem hefur kúluvarp sem aðal keppnisgrein. Þegar árið var gert upp var Guðni Valur 18. á Evrópulistanum.

Þá fékk Andrea Kolbeinsdóttir sérstaka viðurkenningu fyrir að vera valinn Íþróttakona Reykjavíkur.

Við ÍR-ingar erum innilega stolt af þessu frábæra íþróttafólki.

Frjálsíþróttadeild: Guðni Valur Guðnason, Erna Sóley Gunnarsdóttir

Keildudeild: Hinrik Óli Gunnarsson, Nanna Hólm Davíðsdóttir

Skíðadeild: Stefán Gíslason, Signý Sveinbjörnsdóttir

Karatedeild: Jakub Kobiela

Taekwondodeild: Óli Már Hrólfsson , Anna Suryati Tjhin

Körfukanttleiksdeild: Hákon Örn Hjálmarsson,  Heiða Sól Clausen Jónsdóttir

Handknattleiksdeild: Ólafur Rafn Gíslason, Matthildur Lilja Jónsdóttir

Knattspyrnudeild: Bragi Karl Bjarkason, Sandra Dögg Bjarnadóttir

X