ÍR og JAKO undirrita nýjan samstarfssamning graphic

ÍR og JAKO undirrita nýjan samstarfssamning

26.08.2021 | höf: ÍR

Þriðjudaginn 24. ágúst undirrituðu forsvarsmenn JAKO og ÍR nýjan samstarfssamning um búninga og fatnað félagsins til næstu fjögurra ára eða  til 31. ágúst 2025.
JAKO hefur séð ÍR fyrir keppnisfatnaði undanfarin sjö ár eða frá 2014 og því ættu flestir ÍR-ingar að vera orðnir kunnugir góðum vörum fyrirtækisins.

Að þessu sinni eru allar deildir félagsins hluti af samningnum að undanskilinni frjálsíþróttadeild sem hefur þurft að leita annað vegna sérhæfðs keppnisfatnaðar.

Verslun JAKO er staðsett steinsnar frá ÍR-heimilinu eða á Smiðjuvegi 74 í Kópavogi. Þar er hægt að finna alls kyns ÍR-vörur sem einnig eru fáanlegar í vefverslun JAKO: https://jakosport.is/voruflokkur/ithrottafelog/ir/

Á myndinni má sjá Jóhann framkvæmdastjóri JAKO ásamt Vigfúsi Þorsteinssyni formanni ÍR og þeim Magnúsi Þór Jónssyni og Önnu Margréti Sigurðardóttur úr búninganefnd félagsins undirrita nýja samninginn.

 

X