ÍR og Flügger í samstarf! graphic

ÍR og Flügger í samstarf!

30.11.2021 | höf: ÍR

ÍR og Flügger málning hafa gert samkomulag um samstarfssamning sem felur í sér afslátt af málningu fyrir alla ÍR-inga!

Allir sem eru stuðningsmenn ÍR geta verslað í gegnum staðgreiðslureikning viðkomandi félags og fengið 20% afslátt af öllum Flügger vörum.

Í janúar á hverju ári endurgreiðir Flügger félaginu 5% af veltu reikningsins til félagsins sem styrktargreiðslu.

Yfir árið verða sértilboð fyrir Flügger Andelen samstarfsaðila þar sem afsláttarprósentan í boði hækkar tímabundið og stundum einnig hlutfall styrktargreiðslunnar.

Afslátturinn gildir í öllum verslunum Flügger en þær eru sex talsins. Stórhöfða 44 í Reykjavík, Skeifunni í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Selfossi og á Akureyri.

 

Við hvetjum alla framkvæmdaglaða ÍR-inga til að nota Flügger málningu á veggina og styrkja félagið um leið!

 

X