Tveir keppendur frá ÍR kepptu á vormóti JSÍ eldri 2021. Gísli Egilson í undir 81kg flokki og Matthías Stefánsson í undir 100kg flokki.

Þeir unnu báðir sína flokka. Matthías vann sinn flokk með yfirburðum. Fyrri glímuna vann hann með því að sækja í hane-makikomi en andstæðingurinn kastaði sér niður til að koma í veg fyrir kastið. Matthías lét það ekki stoppa sig og fylgdi vel á eftir og tók hann beint í fastatak sem hann sigraði á.

Í seinni glímunni náði hann waza-ari á fyrstu sekúndum glímunnar eftir að hafa kastað með ashi-guruma og fylgdi hann vel eftir í gólfið, náði þar juji-gatame og sigraði.

 

Vel gert – Áfram ÍR!

 

X