ÍR komið áfram í undanúrslit í bikarnum í handbolta graphic

ÍR komið áfram í undanúrslit í bikarnum í handbolta

20.02.2019 | höf: Hrafnhild Eir R.

Í gærkvöldi sló ÍR ríkjandi bikarmeistara ÍBV úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta. ÍR liðið er því komið áfram í undanúrslit ásamt Fjölni, FH og Val.

ÍR sigraði ÍBV með 33 mörkum gegn 31 og má segja að grunnurinn að sigrinum hafi verið lagður í fyrri hálfleik. ÍR liðið spilaði mjög vel og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem eyjamenn áttu í erfiðleikum með að stöðva sóknarleik ÍR-inga. ÍR-ingar leiddu með átta mörkum í hálfleik, 19-11. ÍBV náði hins vegar að jafna leikinn, 29-29, þegar um sex mínútur voru eftir en ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu tveggja marka sigur.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með sigurinn og hvetjum alla til að fylgjast með þeim í undanúrslitunum sem fram fara 8. og 9. mars nk.

 

Mynd með frétt: mbl.is/Árni Sæberg

X