Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR auglýsir eftir yfirmanni fyrir sumarnámskeið félagsins

ÍR auglýsir eftir yfirmanni fyrir sumarnámskeið félagsins

 

ÍR leitar að áhugasömum einstaklingi til að hafa yfirumsjón með leikjanámskeiði félagsins „Sumargaman ÍR“ sumarið 2021.

Verkefni umsjónarmanns eru að skipuleggja dagskrá námskeiðsins, halda utan um allt skipulag, skráningar og samskipti við foreldra og aðra starfsmenn ásamt því að starfa sem yfirleiðbeinandi á námskeiðinu sjálfu.

Viðkomandi þarf að hafa ríkan áhuga á að vinna með börnum og ungmennum. Umsækjandi þarf jafnframt að vera með framúrskarandi samskiptahæfni, hafa ríka ábyrgðartilfinningu og sýna sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Um er að ræða sumarstarf í 10 vikur, þarf af tvær vikur í undirbúningsvinnu að vori og svo átta vikur yfir sumarið þegar námskeiðin standa yfir.

Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 23 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og skal send inn í síðasta lagi mánudaginn 25. mars n.k. á netfangið isleifur@ir.is

Ísleifur Gissurarson
Íþróttastjóri ÍR

X