Íþróttafélag Reykjavíkur óskar eftir framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri ÍR hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins, fjármálum ásamt mannvirkjum.  Jafnframt því að vera yfirmaður skrifstofu og starfsmanna ÍR.  Framkvæmdastjóri leiðir þjónustu við deildir félagsins, starfsmenn og iðkendur.

Framkvæmdastjóri ÍR leikur lykilhlutverk á framkvæmd á stefnu ÍR sem starfrækir metnaðarfullt, faglegt og fjölbreytt íþróttastarf.  Áhersla er lögð á að framkvæmdastjóri gegni leiðtogahlutverki og leggi sig fram við að hafa góð og jákvæð samskipti við alla ÍR-inga. Framkvæmdastjóri skal ávallt starfa af heillindum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.

Um fullt starf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í desember/janúar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Annast daglegan rekstur félagsins og stjórnun
Mannauðsmál
Hefur yfirumsjón með fjármálum og reikningshaldi
Yfirumsjón með skýrslugerð og greiningu fjármála
Samskipti og fundir með deildum félagsins, samstarfsaðilum, sérsamböndum og öðrum aðilum
Kostnaðareftirlit og samningagerð
Undirbúningur stjórnarfunda
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur
Þekking og reynsla á sviði fjármála æskileg
Reynsla í stjórnun og samningagerð kostur
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
Frumkvæði, faglegur metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
Þekking á starfsemi íþróttafélaga er kostur
Mjög góð tölvukunnátta og færni í íslensku í ræðu og riti
Hreint sakavottorð í samræmi við Æskulýðslög nr. 70/2007

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember n.k.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum www.alfred.is og þarf að fylgja með ferilskrá og kynningarbréf þar sem skýrt er frá ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. https://www.alfred.is/starf/framkvaemdastjori-ir-2

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vigfús Þorsteinsson, formaður félagsins, í gengum netfangið formadur@ir.is

X