Heiðursviðurkenningar ÍR-inga veittar þann 28. desember.

Þann 28. desember sl. voru veittar viðurkenningar fyrir sjálfboðastarf í þágu félagsins en hefð er fyrir því að veita verðlaunin einu sinni á ári.

Að þessu sinni voru veitt níu silfurmerki ÍR, fimm gullmerki ÍR, þrjú HM merki og einn stórkross heiðursfélaga ÍR.

Félagið er afar þakklátt þessum stórkostlegu ÍR-ingum sem hafa af óeigingirni og alúð lagt rækt við starfið á margvíslegan hátt í gegnum árin og áratugina.

Það er sannarlega ómetanlegt að eiga svo gott fólk í félaginu – Áfram ÍR!

 

Silfurmerki 2023

Bryndís Sigmundsdóttir

Matthias Waage

Kolfinna Birgisdóttir

Kristþóra Gísladóttir

Kristinn Guðlaugur Hreinsson

Jökull Úlfarsson

Hrönn Þorgeirsdóttir

Jason Ívarsson

Sigurður Hjalti Sigurðarson

 

Gullmerki 2023

Loftur Hauksson

Jóhann Loftsson

Haraldur Örn Hannesson

Guðmundur Óli Björgvinsson

Haukur Haraldsson

 

 

HM Merki 2023

 

Andrea Kolbeinsdóttir

Guðni Valur Guðnason.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

 

 

Heiðursmerki ÍR

 

Kristín Aðalsteinsdóttir

 

Kristín hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá ÍR í 30 ár og var í fyrra tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins hjá Reykjavíkurborg. Kristín hefur haldið utan um mót, þjálfað yngri flokka og dæmt leiki svo eitthvað sé nefnt og síðustu ár hefur hún séð um að manna alla leiki hjá meistaraflokkum karla og kvenna, án hennar er óhætt að fullyrða að það hefðu ekki allir leikir náð að fara fram en með seiglu sinni, þrautseigju og þolinmæði nær Kristín að manna allar stöður og leggur alltaf fram hjálparhönd með bros á vör. Kristín hefur bæði hlotið silfur- og gullmerki ÍR og er sannarlega ÍRingur í húð og hár. Handknattleiksdeild ÍR er mjög stolt og þakklát fyrir starfið hennar og segir : Takk Kristín fyrir þitt starf, við metum það mikils að hafa þig með okkur, án þín værum við ekki eins

Hér að neðan má sjá myndir af þeim sem höfðu tök á að veita verðlaununum viðtöku.
Vigfús Þorsteinsson, formaður aðalstjórnar sá um að afhenda verðlaunin.
Til hamingju ÍR-ingar!

X