Tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur og Íþróttafólki ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir frjálsíþróttakona úr ÍR var valin Íþróttakona Reykjavíkur en Guðbjörg varð Evrópumeistari unglinga í 100 m hlaupi og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í 200 m hlaupi á árinu og sett nýtt Íslandsmet í greininni. Guðbjörg er í 2. sæti á Evrópulista unglinga og 12. sæti á heimlista unglinga í 200 m hlaupi. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var útnefnd Íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra auk þess sem Bergrún hlaut tilnefningu til Íþróttakonu Reykjavíkur. Bergrún er einnig frjálsíþróttakona úr ÍR. Bergrún blómstraði á Evrópumeistaramótinu í Berlín síðastliðið sumar þar sem hún vann til þrennra verðlauna. Brons í 100 og 200 metra hlaupi og silfur í langstökki.

Auk Bergrúnar og Guðbjargar hlutu tveir aðrir ÍR-ingar tilnefningu til Íþróttafólks Reykjavíkur en það voru þau Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason.

ÍR óskar þessum íþróttamönnum innilega til hamingju.

X