Guðbjörg Jóna og Guðni Valur valin íþróttafólk ÍR árið 2020 graphic

Guðbjörg Jóna og Guðni Valur valin íþróttafólk ÍR árið 2020

28.12.2020 | höf: ÍR

Frjálsíþróttafólkið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason hafa verið valin íþróttafólk ÍR árið 2020.

 

Það var Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR sem afhenti verðlaunin heim að dyrum til þeirra á dögunum en aðalstjórn félagins tekur í hverst skipti ákvörðun um hverjir hljóti verðlaunin.

 

Íþróttafélag Reykjavíkur óskar Guðbjörgu og Guðna innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með þeim á sviði íþróttanna í framtíðinni!

 

X