Golfmót ÍR graphic

Golfmót ÍR

06.09.2022 | höf: ÍR

ÍR þakkar kærlega öllum þeim sem tóku þátt í mótinu og þann ómetanlega stuðning sem það veitir deildum félagsins.

 

ÍR vill líka  þakka þeim fyrirtækjum sem styrktu mótið með því að gefa vinninga en þau voru BK Kjúklingur, Blush, Nói-Sirius, Mekka, Northern Light Inn (www.nli.is), Netbílasalan, DK Dons, BM Vallá, Golfskálinn, Kjötkompaníið og NIVEA.

Frjálsíþróttadeild Íþróttafélags Reykjavíkur og Guðni Valur þakka þeim fjölmörgu sem keyptu sér forskot á 15 holu og styrktu þannig starf deildarinnar sérstaklega.

 

Við vonum að allir hafi haft smá gaman af þessu uppátæki sem og mótinu í heild.  Veðrið lék alla vega við okkur.

 

Sigurvegarar í Golfmót Íþróttafélags Reykjavíkur 2022, voru eftirfarandi;

Golfmeistari ÍR, kvenna, Lilja Sigfúsdóttir

Golfmeistari ÍR, karla, Eggert Sverrisson

Besta skor án forgjafar, Nonni Karls á 72 höggum

 

Nándarverðlaun:

Hafliði Jökull Jóhannsson á 2 braut, 3,9m

Rúnar Ágústsson á 5 holu, 2.37m

Jóhannes Bjarni Björnsson á 7 holu, 1,67m

Ólafur Sigurjónsson á 14 holu, 2,6m

Magnús Ólafsson á 16 holu, 3,83m

Arnar Már Runólfsson á 18 holu, 0,81m

 

X