Fyrsti undanúrslitaleikur ÍR í körfubolta í 10 ár graphic

Fyrsti undanúrslitaleikur ÍR í körfubolta í 10 ár

04.04.2018 | höf: Þráinn Hafsteinsson

ÍR spilar sinn fyrsta leik í undanúrslitum efstu deildar í körfuknattleik karla í 10 ár þegar liðið mætir Tindastóli á heimavelli í Hertz Hellinum í kvöld kl. 19:15. Sérstakir heiðursgestir á leiknum í kvöld verða leikmenn meistaraflokks ÍR frá árinu 2008 sem sló KR eftirminnilega út í 8 liða úrslitum 2-0 og féll svo naumlega úr leik eftir hörku seríu gegn Keflavík 3-2. Í þeirri seríu voru einmitt Ghetto Hooligans stofnaðir.
Þeir sem skipuðu liðið á þessum tíma voru eftirtaldir: Davíð Þór Fritzson, Eiríkur Önundarson, Hreggviður Magnússon, Ómar Örn Sævarsson, Húni Húnfjörð, Trausti Stefánsson, Steinar Arason, Ólafur Þórisson, Ólafur Jónas Sigurðsson, Sveinbjörn Claessen, Nate Brown, Tarioni Sani, Jón Arnar Ingvarsson þjálfari, Gísli Hallsson aðstoðarþjálfari. Sami kjarni varð bikarmeistari árið 2007 eftir sigur á Hamri í úrslitaleik. Sveinbjörn Claessen er eini leikmaðurinn sem enn lætur til sín taka með ÍR 10 árum seinna en hann er fyrirliðið ÍR og einn öflugasti leiðtogi ÍR fyrr og síðar.

Stuðningsmenn ÍR ætla að fylla Hertz Hellinn í kvöld og styðja liðið af meiri krafti en nokkru sinni fyrr!

X