Frjálsíþróttavöllur:
Á morgun föstudaginn 14. júlí verður skrifað undir samning Reykjavíkurborgar og GT-hreinsunar um jarðvegsskipti fyrir frjálsíþróttavöll ÍR og vallarhús.  Á síðasta ári var sett 1.5m þykkt jarðvegsfarg ofan á vallarsvæðið.  Farginu verður nú ýtt ofan af svæðinu og hluti jarðvegsins nýttur í manir umhverfis frjálsíþróttavöllinn og í æfingasvæði vestan núverandi knattspyrnuvalla.  Síðan verður sett 80sm fyllingarefni yfir allt frjálsíþróttavallarsvæðið og skipt um jarðveg fyrir vallarhúsinu.  Undirbyggingu vallarins á að vera lokið 15. október n.k.   Vorið 2018 verður svo malbikað undir hlaupabrautirnar og gerviefni lagt á völlinn.  Á sama tíma á vallarhúsið að vera tilbúið.

Umgjörð aðalleikvangs í knattspyrnu bætt:
Innan skamms hefjast aðgerðir til að bæta umgjörð aðalleikvangs ÍR í knattspyrnu.  Stígar að og frá velli verða malbikaðir, aðstaða fyrir fatlaða bætt, girðingar endurbættar og umgjörð áhorfendasvæðis bætt.  Gleipnir verktakar sjá um framkvæmdina en aðgerðirnar eru styrkar af Mannvirkjasjóði KSÍ.

Skipt um efni á gervigrasvelli:
Í lok þessa mánaðar hefjast verktakar frá Metatron handa við að skipta um gervigras og gúmmífyllingu á gervigrasvelli ÍR í Mjódd.  Verkið mun taka um þrjár vikur.

Gólfin slípuð og lökkuð í íþróttahúsunum:
Slípun, endurmerking og lökkun parketgólfanna í íþróttahúsum ÍR við Austurberg og Seljaskóla stendur nú sem hæst.  Áætluð verklok í byrjun ágúst.

X