Frjálsíþróttavöllur:

Malbikun undir gerviefni er lokið.  Sérfræðingar frá Mondo gerviefnisframleiðandanum vinna nú að því að leggja gerviefnið.  Jarðvegur er kominn á svæðið sem verður sléttaður út og þökulagt í framhaldinu innan hlaupa- og stökkbrauta.  Veðurfar á næstu vikum ræður því hvort næst að klára að leggja gerviefnið fyrir veturinn.   Jarðval sf er verktakinn sem sér um framkvæmdina við völlinn.

Vallarhús:
Uppsteypu meginhluta vallarhússins við frjálsíþróttavöllinn er lokið.  Þakplötusteypa er í undirbúningi og svo verður efri hæð hússins steypt á næstu vikum.  Efri hæðin er aðeins yfir hluta jarðhæðar.  Uppsteypu á að vera lokið í lok október.  Geislasteinn er verktakinn sem sér um framkvæmdina við vallarhúsið.

Færsla fráveitulagna við ÍR-svæðið:
Vinna við að leggja nýja fráveitulögn umhverfis ÍR-svæðið á þrjá vegu hófst 7. ágúst.   Lögnin sem liggur við lóðamörk ÍR-svæðisins að vestan, norðan og austan leysir af núverandi lögn sem liggur í gegnum ÍR svæðið og undir fyrirhuguðu knatthúsi ÍR við hlið núverandi gervigrasvallar.  Um þessar lagnir flæðir vatn ofan úr Breiðholtshverfinu og endar í tjörn við Reykjanesbrautina vestan við ÍR-svæðið.  Þaðan rennur vatnið í Kópavogslækinn og út í sjó.  Áætluð verklok eru 31. janúar 2019.  Óskatak ehf og Jarðbrú ehf  eru verktakarnir sem sjá um framkvæmdina.

Tilboð í fjölnota/knatthús:
Í lok september verða opnuð tilboð í fjölnota/knatthús sem byggja á norðan við núverandi gervigrasvöll ÍR.  Áætlað er að framkvæmdir við fjölnota/knatthús hefjist af fullum krafti þegar færslu á fráveitulögn líkur í janúar 2019.

.IMG_1629 IMG_1568 IMG_1492 IMG_1628 IMG_1624

 

X