Fjölmennum í Hertzhellinn í kvöld

ÍR-ingar taka á móti liði Þórs frá Akureyri í úrvalsdeildinni, Domino´s deildinni, í körfubolta í kvöld í Hertz-hellinum, íþróttahúsi Seljaskóla kl. 19:15.

Þegar fjórum umferðum er ólokið í deildinni er ÍR í 9. sæti með 16 stig en liðin í 6.-8. sæti eru öll með 18 stig, þar á meðal lið Þórs frá Akureyri.

Breiðholtsbúar og allir ÍR-ingar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn í kvöld til að hvetja ÍR-liðið í baráttunni fyrir sæti í átta liða úrslitum.

Áfram ÍR.

X