Ert þú 12-17 ára og hefur áhuga á hlaupum? graphic

Ert þú 12-17 ára og hefur áhuga á hlaupum?

08.09.2021 | höf: Hrafnhild Eir R.

Nú er að fara af stað hlaupahópur unglinga í Breiðholti í umsjón Gunnars Páls Jóakimssonar. Gunnar Páll er einn allra fremsti frjálsíþróttaþjálfari landsins og hefur þjálfað afreksfólk eins og Mörthu Ernstdóttur, Kára Stein Karlsson og Anítu Hinriksdóttur.

Æfingar munu hefast fimmtudaginn 9. september á svæði ÍR við Skógarsel hjá nýja fjölnotahúsinu. Frítt að æfa í september.

Helstu upplýsingar:

  • Hvar: ÍR svæðið við Skógarsel. Mæting í nýja fjölnotahúsinu.
  • Hvenær:  Fimmtudaga kl. 17
  • Hægt að byrja hvaða fimmtudag sem er. Frítt í september.
  • Útihlaup, hraði og úthald. Inniæfingar og hlaupatækni.
  • Þjálfari: Gunnar Páll Jóakimsson

Það verður boðið upp á fleiri æfingar í hverri viku en tekið er á móti nýjum iðkendum á fimmtudögum. Samvinna er t.d. fyrirhuguð við skokkhópinn. Mjög líklega aukaæfingar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal

Hvetjum alla unga hlaupagarpa að nýta sér þetta einstaka tækifæri

Smellið hér til þess að skrá

X