Elísabet Rut Rúnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, gerði sér lítið fyrir og bætti í gær Íslandsmet í sleggjukasti kvenna um 39 cm þegar hún kastaði 62,16 metra á kastmóti UMSB á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Fyrra metið var 61,77 metrar sem Vigdís Jónsdóttir setti árið 2017. Elísabet er aðeins 16 ára gömul og bætti hún því um leið aldursflokkamet 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.

Elísabet Rut á einnig lengsta kast ársins í heiminum í dag í flokki stúlkna 16-17 ára með 3 kg sleggju. Það er 71,19 metrar og náði hún þeim árangri 5. apríl sl.

Við óskum henni innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

X