Búið að opna fyrir skráningar í íþróttaskóla ÍR!

13.12.2019 | höf: ÍR

Hinn sívinsæli íþróttaskóli ÍR fyrir börn á aldrinum 2-5 ára heldur áfram eftir áramót.

Opnað verður fyrir skráningar á morgun, föstudaginn 13. desember.

Íþróttaskóli ÍR er í boði einu sinni í viku á laugardögum frá 11. janúar og til 2. maí.
Skólinn hefur aðsetur í íþróttahúsi Breiðholtsskóla og ÍR heimilinu og eru 2-3 ára börn saman í hóp og 4-5 ára börn saman.

Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir sem reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu, líkamlegan þroska sem og félagslegan.
Börnin læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman.

Æfingagjald er 17.000 kr fyrir vorönn 2020 en hægt að nálgast nánari upplýsingar um skólann á eftirfarandi slóð: https://ir.is/ithrottaskoli-2-5-ara/.

Búið er að opna fyrir skráningar inni á heimasíðu ÍR, www.ir.felog.is.

 

 

X