Bragi Björnsson kaupmaður sem rekið hefur Leiksport í Hólagarði sl. 27 ár hefur nú lokað verslun sinni.  Bragi er þekktur í hverfinu fyrir frábæra þjónustu í verslun sinni og óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf  hjá ÍR.

ÍR-ingar þakka Braga fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins og hverfisins um áratuga skeið.  Um leið óskum við þess að geta notið krafta hans um ókomin ár og að nýr vinnuvettvangur verði honum faræll.

X