Aron Orri Hilmarsson valinn í U15 graphic

Aron Orri Hilmarsson valinn í U15

18.03.2019 | höf: ÍR

Aron Orri valinn í U15 manna hóp landsliðs drengja 2019 hjá KKÍ.

Þjálfarar U15 í körfubolta drengja,  hefur valið  sinn 18 manna loka hóp fyrir sumarið 2019. Þá mun Ísland senda til leiks á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku ungmenna lið drengja.  Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní en hópurinn heldur út þann 20. júní.

Þjálfarar U15 liðanna héldu afreksbúðir sl. sumar og voru með æfingar milli jóla og nýárs að auki. Auk þess hafa þeir fylgst með leikmönnum í vetur í leikjum. Þá var valnefnd sem kom að og fór yfir rökstuðning þjálfara um val á einstökum leikmönnum í lokahópunum, en valnefndin samastendur af þjálfurum og aðstoðarþjálfurum U15 liðanna beggja (stúlkna og drengja) og yfirþjálfara yngri landsliða KKÍ og Afreksstjóra KKÍ.

Frábær árangur hjá okkar manni

X