Allt barna- og unglingastarf hjá ÍR fellt niður til 23. mars

16.03.2020 | höf: ÍR

Allt barna-og unglingastarf hjá ÍR verður fellt niður til 23. mars nk. samkvæmt tilmælum ÍSÍ og embætti sóttvarnarlæknis. 

Öllum húsum félagsins í Breiðholti verður jafnframt lokað fram að 23. mars og því verður engin starfsemi í þeim á meðan.

 

Í tilkynningu frá ÍSÍ segir:

“Í samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikill anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafa komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikurnar. Í samskiptum við ofangreinda aðila hefur komið fram að til að unnt sé að undirbúa þetta verkefni og útfæra þær takmarkanir sem nú eru í gildi með fullnægjandi hætti væri heppilegt að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum.”

 

Áfram ÍR!

 

 

X