Æfingar í 1.-6. bekk aftur af stað í dag – 15. desember. graphic

Æfingar í 1.-6. bekk aftur af stað í dag – 15. desember.

15.12.2021 | höf: ÍR

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Í dag (miðvikudaginn 15. desember) hefjum við aftur æfingar í 1.-6. bekk hjá ÍR samkvæmt æfingaáætlunum hvers flokks.

Óskað er eftir því að börn sem eru í smitgát mæti ekki á æfingar nema að hægt sé að sýna fram á neikvæðar niðurstöður úr hraðprófi.

Við vonumst til að allir virði þessar reglur svo að halda megi útbreiðslu smita í lágmarki eins og kostur er.

 

Takk fyrir sýndan skilning – Áfram ÍR!

X