Kæru forráðamenn

Í dag var fundur með yfirmönnum hjá SFS, Almannavörnum Reykjavíkur, Félags- og frístundamiðstöðvum og ÍR til þess að fara yfir stöðuna og taka ákvarðanir um skólahald og íþróttaæfingar á morgun, þriðjudaginn 18. janúar.

Staðan er enn mjög þung . Gríðarleg forföll eru í starfsmannahópum og smit í langflestum árgöngum í skólanum.

Í ljósi þessa var tekin sú ákvörðun að einungis væri hægt að taka einn dag í einu í þessari viku.

Skólahald verður því með eftirfarandi hætti á morgun: Kennt verður í 2., 3., 4., 5. og 8. bekk bekk með hefðbundnum hætti á morgun. Aðrir árgangar verða því miður heima !

Frístund verður á morgun fyrir nemendur í 2., 3. og 4. bekk. Ekki fyrir nemendur í 1.bekk. Frístundamiðstöðin mun hólfaskipta nemendum – þ.e.s. passa upp á að nemendur Seljaskóla séu ekki í blöndun við nemendur úr Ölduselsskóla.

Engar æfingar verða hjá ÍR Í Breiðholti  fyrir grunnskólabörn í dag og á morgun, þriðjudaginn 18. janúar. Enn fremur hvetjum við þá sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku

Athugið að staðan verður endurmetin af sömu aðilum á morgun og í kjölfarið fáið þið fréttir um skólahald og íþrótta æfingar miðvikudagsins.

Eins og gefur að skilja eru þetta flókin tíðindi fyrir marga og mikið álag. Við vinnum náið með öllum aðilum og förum að tilmælum og ráðleggingum um það sem best er í stöðunni hverju sinni.

Við þökkum allt gott samstarf við ykkur kæru forráðamenn og sendum ykkur baráttukveðjur !

X