Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum fór fram laugardaginn 21. október í Laugardalnum. ÍR átti 15 keppendur í þeim flokkum sem keppt var í sem voru 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-17 ára og fullorðinsflokkur en enginn var skráður til leiks í flokkum 18-19 ára pilta og stúlkna.
Úrslit ÍR ingar eru sem hér segir.
Stúlkur 12 ára og yngri (1,5 km)
- Sóley Rósa Sigurjónsdóttir (UMSB) 4:47 mín
- Emilía Rikka Rúnarsdóttir (ÍR) 5:12 mín
- Emilía Ólöf Jakobsdóttir (ÍR) 5:35 mín
Á myndinni eru þær Emilía Rikka, Emilía Ólöf og Katrín Hulda Tómasdóttir sem sigruðu í sveitakeppni 12 ára stúlkna á tímanum 16:21 mín en sveit Ármanns varð í 2. sæti á 17:44 mín.
13-14 ára piltar og stúlkur (1,5 km)
- Bryndís María Jónsdóttir (ÍR) 5:45 mín
- Margrét Lóa Hilmarsdóttir (Ármann) 5:45 mín
- Sigrún Ósk Hallsdóttir (Ármann) 6:18 mín
15-17 ára piltar og stúlkur (3km)
- Bjarki Fannar Benediktsson (FH) 9:08 mín
- Illugi Gunnarsson (ÍR) 9:13 mín
- Hilmar Ingi Bernharðsson (ÍR) 9:30 mín
Í sveitakeppni 15-17 ára pilta urðu ÍR piltar hlutskarpastir en sveitina skipuðu Illugi Gunnarsson, Hilmar Ingi Bernharðsson og Árni Benediktsson á tímanum 28:23 mín
- Helga Lilja Maack (ÍR) 10:08 mín
- Steinunn Bjarnveig Blöndal (UMSB) 12:08 mín
- Rakel Eva Veigsdóttir (FH) 12:19 mín
Í fullorðinsflokki, þar sem hlaupnir voru 9 km, sigraði Íris Anna Skúladóttir (FH) og Arnar Pétursson (Breiðablik). Í öðru sæti var Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) á 00:33:18 mín. og Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) var í því þriðja sæti á 00:35:59 mín. Í öðru sæti í karlaflokki var Fjölnir Brynjarsson (FH) á 00:31:21 mín og Sigurgísli Gíslason (FH) í því þriðja á 00:31:52 mín.
Hægt er að sjá heildarúrslit hér.