Handbolti 09.06.2021 | höf: Bjarni Hallgrímur Bjarnason
Vilt þú taka þátt í frábærri uppbyggingu yngri flokka starfi ÍR og vinna með metnaðarfullum og skemmtilegum þjálfurum? Við leitum að fagþjálfurum til að sinna þjálfun einstakra yngri flokka deildarinnar.
Við þjálfun yngri flokka hjá ÍR er farið eftir stefnumótun og kennsluskrá sem yfirþjálfari deildarinnar útbýr sem styður við uppbyggingu og framtíðarsýn deildarinnar. Mikil fjölgun hefur verið meðal iðkenda handknattleiksdeildar og er ætlunin að byggja frekar undir það góða starf.
Krefjandi en skemmtilegt og uppbyggilegt starf í frábæru umhverfi.