Jakob Lárusson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna graphic

Jakob Lárusson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

08.06.2021 | höf: Bjarni Hallgrímur Bjarnason

Jakob Lárusson hefur skrifað undir 3.ára samning við handknattleiksdeild ÍR um þjálfun meistaraflokks kvenna.  
Jakob tekur við af Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni sem stýrði liðinu með góðum árangri á leiktíðinni en m.a. komst ÍR í undanúrslit umspils Olísdeildar hvar liðið tapði eftir oddaleik fyrir Gróttu.

Jakob er öllum hnútum kunnugur í þjálfun. Síðast þjálfaði hann meistaraflokk FH og kom liðinu upp í Olísdeild. Einnig hefur Jakob þjálfað hjá Val.
Ráðningin er hluti af þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað hjá félaginu og byggist á því góða starfi sem unnið hefur verið undanfarið ár. Markmiðið er að komast upp í Olísdeildina á næsta ári og með Jakobi erum við að fá þjálfara sem er m.a. þekktur fyrir að vinna með einstökum leikmönnum sem hafa bætt sig verulega undir hans stjórn.

Við erum spennt fyrir að vinna með Jakobi og framtíðarsýn hans og áherslur fara mjög vel saman við stefnu og metnað félagsins. Jakob er metnaðarfullur þjálfari með reynslu og ætlar sér stóra hluti með ÍR.
Við bjóðum Jakob velkominn til ÍR. 💙

JakobLárusson skrifar undir 3 ára samning

X