Hausthappdrætti handknattleiksdeildar farið af stað – dregið 4.desember! graphic

Hausthappdrætti handknattleiksdeildar farið af stað – dregið 4.desember!

11.11.2020 | höf: Bjarni Hallgrímur Bjarnason

Hausthappdrætti handknattleiksdeildar fór af stað í dag. Í boði eru 141 vinningar, að heildarvermæti 1.150.000 króna!
Dregið verður úr miðum þann 4.desember, á ÍR handbolti á Facebook, sem og úrslit verða tilkynnt á öðrum miðlum deildarinnar.
Vissulega erfiðir tímar sem þjóðfélagið í heild hefur gengið í gegnum og þar er íþróttastarf alls engin undantekning.
Með kaupum á happdrættismiða styður þú við þá góðu uppbyggingu sem á sér stað innan hansknattleiksdeildar og styrkir starf deildarinnar til muna.
Takmarkað magn miða er í boði. Viljir þú tryggja þér miða, getur þú leitar til næsta starfsmanns, leikmanns eða þjálfara deildarinnar ea einfaldlega sent á bjarni@ir.is og gemgið til baka mynd af þínum miða ásamt greiðsluupplýsingum.
Verð á stökum miða er 2.000 krónur en tilboðsverð á þremur er 5.000 krónur.
Takk fyrir stuðninginn!
X