Handknattleiksdeild ÍR nýtur tímann og tekur Undirheima í Austurbergi í gegn! graphic

Handknattleiksdeild ÍR nýtur tímann og tekur Undirheima í Austurbergi í gegn!

11.11.2020 | höf: Bjarni Hallgrímur Bjarnason

Á meðan æfingar eru bannaðar og engin mót eru í gangi hefur þjálfari meistaraflokks karla, ásamt stjórn og starfsfólki Austurbergs ákveðið að taka félagsaðstöðu sína í gegn og komið Undirheimum í Austurbergi í gott stand.
Þegar mót byrjar og aðstæður leyfa, er hugmyndin sú að stuðningmenn geti safnast saman í Undirheimum fyrir leiki ÍR þar sem stemningin byrjar.

Seinni bylgjan kíkti á Kidda, meistaraflokks þjálfara, og ræddi lauslega við hann:
“ÍR hefur farið nýstárlegar leiðir í fjáröflunum fyrir tímabilið í Olís deild karla í handbolta. Hafa Kristinn Björgúlfsson, þjálfari liðsins, og fleiri gert sitt besta til að lappa upp á heimavöll ÍR og var það til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. ”
Sjá nánar:
https://www.visir.is/k/259beac9-6095-42fe-9de2-1663d7d233fe-1605133109966

Í Undirheimum má finna nýja félagsaðstöðu sem iðkendur deildarinnar geta nýtt, sem og þjálfarar og aðrir aðstaðendur.
Má þar finna fyrirlestrarsal, VIP rými, sjónvarpsaðstöðu, fundarrými, píluspjöld, fótboltaspil, borðtennisborð og fleiri afþreyfingu.

Handknattleiksdeild hlakkar til að sjá sem flesta í Undirheimum í Austurbergi um leið og aðstæður leyfa!

 

X