Vormót ÍR

21.06.2019 | höf: María Stefánsdóttir

Vormót ÍR verður haldið á Laugardalsvelli þriðjudaginn 25. júní. Er þetta í 77. sinn sem mótið er haldið.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Karlar: 100m, 200m, 400m, 800m, 3000m (Kaldalshlaupið), 400m grindahlaup, langstökk, hástökk, kringlukast (karla og 18-19 ára), spjótkast og sleggjukast.

Konur: 100m, 200m, 400m, 800m, 10.000m, 400m grindahlaup, langstökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp, spjótkast kvenna og stúlkna 16-17 ára og sleggjukast kvenna og stúlkna 16-17 ára.

Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld, föstudag, og má finna nánari upplýsingar hér: https://ir.is/vormot-ir/

X