Tristan efstur eftir fyrri keppnisdag

Tristan Freyr Jónsson

Norðurlandamót unglinga í fjölþrautum fer fram í Kuortane í Finnlandi um helgina. Að loknum fyrri keppnisdegi er ÍR-ingurinn Tristan Freyr Jónsson efstur í tugþraut 20-22 ára, með 3640 stig. Næstur honum er Ísak Óli Traustason UMSS með 3439 stig.

Auk Tristans keppa tveir aðrir ÍR-ingar á mótinu. Kolbeinn Tómas Jónsson er í fimmti í tugþraut 16-17 ára með 3398 stig og Helga Margrét Haraldsdóttir, sem keppir í sjöþraut 16-17 ára, sjötta er með 2937 stig. Fimmti íslenski keppandinn á mótinu er Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki, sem keppir í sjöþaut 18-19 ára, og er hún að loknum fyrri keppnisdegi í þriðja sæti með 3007 stigi, aðeins 15 stigum frá keppandanum í 2. sæti.

Mótinu líkur í dag.

X