Þrír ÍR-ingar á HM U20 graphic

Þrír ÍR-ingar á HM U20

09.07.2018 | höf: María Stefánsdóttir

HM 19 ára og yngri fer fram í Tampere Finnlandi í vikunni og á Ísland þrjá keppendur, allar frá ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í 3000m hindrunarhlaupi keppir Andrea Kolbeinsdóttir ásamt 41 annarri stúlku, en Andrea á best 10:31.69 mín sem er 33. besti tíminn. Andrea keppir fyrst Íslendinganna strax kl. 09:30 á þriðjudag, sem er kl. 06:30 að íslenskum tíma. Riðlaskiptingin er ekki ljós ennþá en úrslitahlaupið fer fram síðdegis á föstudag.

Tiana Ósk Whitworth keppir í 100m en 53 stúlkur hafa náð lágmarki í þá grein. Tiana á best 11,68 sek og svo eiga einnig fjórar aðar stúlkur en 22 stúlkur hafa hlaupið hraðar er 11,68 sek. Fyrsta hlaup Tiönu er á miðvikudag um kl. 9:30 að íslenskum tíma en ekki er enn ljóst varðandi riðlaskiptingu. Undanúrslit og úrslit eru á fimmtudag.

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi og hafa 28 keppendur hlotið keppnisrétt í þeirri grein, og er Erna með 25. besta árangurinn. Keppt er á miðvikudag, undankeppni fyrir hádegið en úrslitin rétt eftir hádegi sama dag. Óskum þeim góðs gengis og vonum að árangur Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur á EM í vikunni gefi þeim byr undir báða vængi.

Hér má fylgjast með úrslitum mótsins dag frá degi https://www.iaaf.org/competitions/iaaf-world-u20-championships/iaaf-world-u20-championships-tampere-2018-6082/timetable/byday

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

Mynd af Facebook-síðu Frjálsíþróttasambandsins

X