Parkour og fimleikar vorönn 2020 graphic

Parkour og fimleikar vorönn 2020

02.01.2020 | höf: Kristín Birna

Skráningar í Parkour og fimleika hefjast 3. janúar inni á á heimasíðu ÍR skráning iðkenda. Æfingar í fimleikum hefjast 8. janúar en æft er í Breiðholtsskóla á þriðjudögum, laugardögum og sunnudögum skv. æfingatöflu inn á ÍR.is. Þriðjudaginn 7., laugardaginn 11. og laugardaginn 18. janúar verða opnar æfingar og getur hver sem er komið og prófað, þess vegna alla dagana án skuldbindingar. Foreldrar eru einnig velkomnir. Aldurinn sem miðað er við er börn fædd 2012-2014 í grunnhóp og 6 ára og eldri (2013 og eldri) í framhaldshóp og sem þurfa að geta gert kollhnís, handahlaup, handstöðu og handstöðukollhnís

Tímabilið í Parkour hefst sunnudaginn 5. janúar kl 14:30-15:30 en æft er á þessum tíma á sunnudögum í Breiðholtsskóla. 12. janúar verður opin æfing kl. 14:30-15:30 og eru allir velkomnir. Aldurinn fyrir Parkour er börn fædd 2007-2012 en mögulega verður starfræktur unglinga flokkur ef næg þátttaka fæst.

6. janúar verður kynning á Parkour í félagsmiðstöðinni Hólmaseli kl. 20 og 10. janúar verður sambærileg kynning í Bakkanum kl. 20 og eru allir unglingar velkomnir á þessar kynningar.

Nánari upplýsingar um ÍR Parkour og fimleika veitir Fríða Rún Þórðardóttir, frida@heilsutorg.is

 

X