NM ungmenna í fjölþrautum graphic

NM ungmenna í fjölþrautum

12.06.2017 | höf: Kristín Birna

NM ungmenna í þraut kláraðist á sunnudeginum og stóðu Íslendingarnir sig með prýði.

Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR, keppti í sjöþraut 16-17ára stúlkna og náði 4207 stigum. Hún bætti sig í 6 greinum af 7 sem verður að teljast glæsilegur árangur.

Kolbeinn Tómas Jónsson, ÍR, keppti í tugþraut 16-17 ára drengja og náði samtals 5975 stigum og bætti sig í 7 greinum af 10 og jafnaði sinn besta árangur í einni grein.

Tristan Freyr Jónsson, ÍR, keppti í tugþraut 20-22 ára ungkarla og leiddi hann keppnina framan af en stökk því miður ekki yfir byrjunarhæð í stangarstökki. Hann sýndi þó góðan árangur í flestum greinum. Frábært að sjá að hann er kominn vel af stað aftur eftir að hafa þurft að eiga við meiðsl í vetur.

Aðrir keppendur Íslands stóðu sig einnig mjög vel en Ísak Óli Traustason, UMSS, bætti sig í tugþraut og nokkrum greinum innan hennar og náði öðru sæti í flokki 20-22ára ungkarla, með 6379 stig. Frábært hjá honum.

Irma Gunnarsdóttir, Brbl., bætti sig í sjöþraut og náði öðru sæti í flokki 18-19 ára kvennameð 5127 stig.

Einnig kepptu Ingi Rúnar Kristinsson, brbl, og Guðmundur Karl Úlfarsson, Ármanni sem gestir á mótinu en Ingi náði 7121 stigi sem er hans næst besti árangur og Guðmundur stóð sig vel framan af en kláraði ekki þrautina.

Glæsilegt hjá unga íslenska fjölþrautarfólkinu okkar!

X