MÍ 15-22 ára byrjar vel

Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Fyrri degi Meistarmót Íslands 15-22 ára er nú lokið en ÍR var mótshaldari. Veðrið lék sannarlega ekki við keppendur, þjálfar, starfsmenn og áhorfendur, en rigning og rok réð ríkjum í Laugardalnum. ÍR eignaðist 15 Íslandsmeistara, 11 silfurverðlaun og 9 bronsverðlaun.

Kolbeinn Tómas Jónsson sigraði í 100m, 16-17 ára og var í 4 x 100m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna.

Dagbjartur Kristjánsson sigraði í 1500m 16-17 ára (þar sem vannst ferfaldur IR sigur) og Andri Már Hannesson sigraði í sömu vegalengd í 18-19 ára flokki.

Sveit ÍR pilta 16-17 ára hlaut gullverðlaun en sveitina skipuðu þeir Tómas Biplab Mathiesen, Birgir Jóhannes Jónsson, Þorvaldur Tumi Baldursson, Kolbeinn Tómas Jónsson.

Birgir Jóhannes Jónsson sigraði í þrístökki 16-17 ára.

Ingvar Freyr Snorrason sigraði í kringlukasti 16-17 ára og bætti sinn besta árangur

Sæmundur Ólafsson sigraði bæði 400m og 1500m í flokki 20-22 ára og Guðni Valur Guðnason sigraði í kúluvarpi og kringlukasti í sama aldursflokki.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 100m og 400m í flokki 16-17 ára og var í sigursveit ÍR í 4 x 100m boðhlaupi en þar hlupu Tiana Ósk Whitwort, Helga Margrét Haraldsdóttir og Dagbjört Lilja Magnúsdóttir. Þær Tiana og Helga urðu í 2. og 3. sæti í 100m

Helga Margrét Haraldsdóttir sigraði í þrístökki 16-17 ára

18-19 ára ÍR stúlkur sigrðu einnig í 4 x 100m boðhlaupi en sveitina skipuðu Vilborg María Loftsdóttir, Helena Sveinborg Jónsdóttir, Aníta Birna Berndsen, Hildigunnur Þórarinsdóttir

Kristín Lív Svabo Jónsdóttir sigraði í hástökki 20-22 ára.

Í stigakeppninni leiðir ÍR með 247 stig, um 60 stigum meira en HSK/Selfoss.

–Fríða Rún tók saman

X