MÍ 11-14 ára – seinni dagur graphic

MÍ 11-14 ára – seinni dagur

29.01.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Meistaramóti 11-14 ára er lokið og sigraði HSK heildarstigakeppnina með glæsibrag. Lið ÍR varð í 6. sæti með 107 stig.

Með sigri í 4 x 200 m boðhlaupi 13 ára stúlkna eiguðust ÍR-ingar fjórar Íslandsmeistara á seinni degi mótsins, til viðbótar við tvo titla frá fyrri keppnisdegi.

Helstu úrslit urðu þau að 13 ára stúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í 4 x 200m boðhlaupi á 1:58,62 mín og voru 7 sekúndum á undan næstu sveit í mark. Í 60m grindahlaupi 13 ára stúlkna varð Dóra Fríða Orradóttir í 2. sæti á 10.58 sek, aðeins 1 sek á eftir þeirri sem sigraði. Dóra Fríða varð síðan í 3 sæti í langstökki með 4,45 m sem er hennar besti árangur til þessa. Helena Rut Hallgrímsdóttir varð 2. í sömu langstökkskeppni með stökki upp á 4,47m sem er bæting hjá henni. Það var sannkallað sentimetra stríð hjá þeim stöllum en aðeins 1 cm skildi þær að.

í 4 x 200m boðhlaupi 14 ára pilta hafnaði ÍR sveitin í 3. sæti á 2:01,41 mín. Helga Lilja Eyþórsdóttir hlaut einnig brons í sinni grein, kúluvarpi í 11 ára flokki en hún kastaði 6,38 m og bætti sinn besta árangur til þessa.

ÍR hlaut alls 11 verðlaun á mótinu 3 gull, 3 silfur og 5 bronsverðlaun. Til hamingju með það öll!

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X