Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum

26.06.2022 | höf: Jökull Úlfarsson

96. Meistaramót Íslands fór fram helgina 25. – 26.júní í Kaplakrika.

ÍR-ingar stóðu sig með prýði og höfnuðu í öðru sæti í keppni félagsliða með 51,5 stig.
Kvennalið ÍR  hafnaði í öðru sæti með 22.5 stig
Karlalið ÍR sigraði með 29,0 stig.

Að keppnishelginni lokinni höfðu ÍR-ingar sankað að sér 22 verðlaun; 12 gullverðlaunum, 6 silfurverðlaunum og 4 bronsverðlaunum.

ÍR-ingar settu þrjú mótsmet. Hlynur Andrésson hljóp 5000 metrana á 14:13,02 mín. Elísabet Rut kastaði sleggjunni 62.30 metra  og Erna Sóley kastaði kúlunni 16,54 metra.

Tíana Ósk var með stigahæsta afrek kvenna á mótinu en hún hlaut 1054 stig fyrir 11.69 sek í 100 metra hlaupi. Dagbjartur Daði Jónsson hlaut flest afreksstig af ÍR-körlunum fyrir að kasta spjótinu 72,66 metra.  Af 10 stigahæstu afrekum á mótinu áttu ÍR-ingar sex.

Af öðrum ÍR-ingum á verðlaunapalli má nefna:

Sæmundur Ólafsson – Gull í 400 metra hlaupi og silfur í 200 metrum

Jökull Bjarkason – Silfur í 5000 metra hlaupi

Árni Haukur Árnason – gull í 110 metra grindahlaupi

Sveit ÍR –  Gull í 4×100 metra boðhlaupi kvenna
Silfur í 4×100 metra boðhlaupi karla
Silfur í 4×400 metra boðhlaup karla

Guðni Valur Guðnason – gull í kúluvarpi og kringukasti

Kristján Viktor Kristinsson – brons í kúluvarpi

Ingvar Freyr Snorrason – silfur í sleggjukasti

Dagbjartur Daði Jónsson – gull í spjótkasti

Silja Björg Kjartansdóttir – brons í 100 metra hlaupi

Dóra Fríða Orradóttir – brons í 200 metra hlaupi

Ingibjörg Sigurðardóttir – gull í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi.

Sóley Kristín Eianrsdóttir – silfur/brons í hástökki

Erna Sóley Gunnarsdóttir – brons í kringlukasti

38 keppendur frá ÍR voru skráðir til leiks.

 

Önnur úrslit má finna hér

Myndir frá mótinu af síðu FRÍ, fyrri dagur og seinni dagur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

X