Meistaramót Íslands graphic

Meistaramót Íslands

22.02.2018 | höf: Kristín Birna

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í umsjá ÍR. ÍR-ingar senda sterkt lið til leiks þrátt fyrir þónokkuð af forföllum en alls 50 manns keppa fyrir hönd ÍR á þessu móti í yfir 20 greinum. Liðið er ungt og efnilegt í bland við eldri og reyndari iðkendur. Áhugasamir ættu að gera sér leið í Laugardalshöll um helgina og fylgjast með einhverju af besta frjálsíþróttafólki Íslands etja kappi. Tímaseðilinn og skráningar má finna hér

Myndin er af Íslandsmeisturum ÍR-inga frá því í fyrra

X