Meistaramót Íslands 11-14 ára graphic

Meistaramót Íslands 11-14 ára

27.01.2018 | höf: María Stefánsdóttir

MÍ 11-14 ára fer fram í Kaplakrika um helgina. 350 keppendur eru skráðir til leiks frá 15 félögum og héraðssamböndum og tekur hver þeirra þátt í frá einni og upp í sex greinum þessa tvo daga. Frá ÍR taka 30 keppendur þátt.

Þetta er skemmtilegt mót fyrir krakkana og eru sumir að keppa á sínu fyrsta Íslandsmóti. Margir voru einnig á  Stórmóti ÍR, sem fór fram um sl. helgi, og það er því nóg að gera hjá krökkunum, þjálfurum þeirra og foreldrum.

Úrslit koma jafnóðum inn á www.fri.is, undir mót og úrslit, Úrslit móta – Þór.

 

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X