Meistaramót Íslands 11-14 ára

27.01.2018 | höf: Kristín Birna

Meistaramót Íslands 11-14 ára

Fyrri degi MÍ 11-14 ára er nú lokið í Kaplakrika en í dag var keppt í  36 greinum en algengt var að um 40 keppendur tækju þátt í hverri grein. Að loknum fyrri degi er ÍR í 6. sæti heildarstigakeppninnar með 92 stig en 10 efstu keppendur hljóta stig frá 10 og niður í 1. Töluvert var um bætingar hjá ÍR-ingum og má fyrst nefna árangur Helenu Rutar Hallgrímsdóttur í hástökki en hún setti mótsmet 1.59 m í flokki 13 ára stúlkna og varð jafnframt Íslandsmeistari. Flott hjá Helenu Rut og þetta var að sjálfsögðu hennar besti árangur í hástökki innanhúss. Þess má geta að allar stúlkurnar í 8 efstu sætunum bættu sinn besta árangur.

Fjöldinn allur af ÍR-ingum bætti sinn besta árangur og er gaman að sjá hversu margir eru að bæta sig. Magnús Örn Brynjarsson náði bestum árangri ÍR-pilta í dag ef litið er til sætis en hann varð 4. Í 600m hlaupi 1:44.87 mín en hann keppir í flokki 14 ára.

Hjá stúlkunum þá varð Helena Rut Hallgrímsdóttir einnig Íslandsmeistari í 60m 13 ára stúlkna á 8,51 sek sem er hennar besti árangur innanhúss. Hún varð síðan í 2. sæti í kúluvarpi með 9,28m. Í 600m sama aldursflokks varð Jeanne Marie Anne Strepenne í 3. sæti á 1.54,72 mín sem er hennar besti árangur. Nína Sörensen varð í 3. Sæti í kúluvarpi 14 ára með 8,43m sem er hennar besti árangur.

Óskum keppendum til hamingju með árangurinn í dag og óskum þeim góðs gengis á seinni degi.

  • Fríða Rún Þórðardóttir tók saman
X