Lið ÍR í 2. sæti eftir fyrri dag á MÍ

24.02.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Meistaramót Íslands fer fram nú um helgina í Laugardalshöll. Að loknum fyrri keppnisdegi er lið ÍR í öðru sæti í stigakeppninni, með 10263 stig. FH-ingar leiða stigakeppnina með 18114 stig og Breiðablik er í þriðja sæti með 9030 stig.

Tveir ÍR-ingar hlutu Íslandsmeistaratitil í dag. Sæmundur Ólafsson sigraði í 1500 m karla á tímanum 4:05,45. Í þrístökki kvenna vermdu ÍR-ingar þrjú efstu sætin, Hildigunnur Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari með stökki upp á 11,66 m, Vilborg María Loftsdóttir önnur og stökk hún 10,95 m og Elma Sól Halldórsdóttir hafnaði í þriðja sæti á nýju persónulegu meti, 10,84 m. Birgir Jóhannes Jónsson stökk 13,09 m í þrístökki karla sem tryggði honum þriðja sætið. Þá varð Fríða Rún Þórðardóttir þriðja í 1500 m kvenna á tímanum 4:57,85.

Á morgun verður keppt í 15 greinum og hefst keppni kl. 10.30 með undanúrslitahlaupi í 200 kvenna. Við óskum ÍR-ingum góðs gengis!

 

X