Kári að klára Maraþon í hamborg

Kári Steinn Karlsson kláraði í kvöld Maraþon í Hamborg á tímanum 2:24:03. Þetta er fyrsta maraþon Kára á árinu en Kári á best 2:17:12 frá árinu 2011.  Við óskum Kára til hamingju með þessa byrjun á keppnistímabilinu en Kári mun keppa fyrir Íslands hönd á HM í utanvegahlaupum sem fram fer á Ítalíu í júní.
Myndin hér til vinstri er ótengd fréttinni en Kári er þar til vinstri og með honum á myndinni eru Þorbergur Ingi Jónsson og Guðni Páll Pálsson sem báðir munu hlaupa ásamt Kára á Ítalíu í júní.

X